Innlent

Gefa út bækling fyrir brotaþola

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir brotaþola eiga að stjórna því hvenær hann fari í fjölmiðla.
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir brotaþola eiga að stjórna því hvenær hann fari í fjölmiðla.
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn „Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis.

Bæklingurinn er gefinn út vegna mikillar aukningar í tjáningu þolenda um brot. Þar hafa Druslugangan auk internetbyltinga á borð við Free the Nipple og þá sem átti upptök sín á Beautytips vegið þungt að sögn Rótarinnar.

„Stundum hefur okkur fundist blaðamenn dansa á siðferðislínunni í viðtölum við fólk sem er kannski í áfalli. Þá er ágætt að hafa þessar leiðbeiningar. Við erum ekki að segja fólki hvað það á að gera en okkur fannst þetta ágætis efni til viðmiðunar ef fólk er að fara í fjölmiðla. Þá er hægt að skoða hvað er jákvætt og neikvætt við það og hvað hentar brotaþola best,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Kristín segir Rótina hafa unnið lengi að þýðingu bæklingsins eftir að hafa kynnt sér málið því stjórn Rótarinnar hafi fundist skortur á fræðsluefni um þetta mál á íslensku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×