Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa minnkað um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Nordicphotos/AFP Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Lax slapp úr sjókví fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira
Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Lax slapp úr sjókví fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Sjá meira