Hermenn ISIS hafa eyðilagt kristna kirkju í sýrlenska bænum al-Qaryatain og tekið hóp kristna íbúa bæjarsins til fanga.
Herlið ISIS náði yfirráðum yfir bænum af sýrlenskum yfirvöldum fyrir tveimur vikum. Jarðýtur voru notaðar til að jafna Mar Elian kirkjuna við jörðu. Kirkjan var upphaflega byggð árið 432 á þeim stað þar sem heilagur Elías var talinn hafa látið lífið. Jarðneskar leifar hans mátti að sögn finna í grafhvelfingu kirkjunnar.
Um 100 íbúar bæjarins voru teknir til fanga og fluttir til Raqqa sem er eitt helsta vígi ISIS í Sýrlandi. Kristið fólk er að mati ISIS heiðingjar og hefur fjöldi kristna yfirgefið heimili sín í Sýrlandi og norður-Írak vegna ofsókna ISIS.
Alls er talið að 230.000 Sýrlendingar hafi látið lífið síðan borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Ekkert lát er á átökum þar í landi.
ISIS jafnar forna kirkju í Sýrlandi við jörðu

Tengdar fréttir

Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS
Heita hefndum eftir að vígamenn ISIS sprengdu hóp Talibana í loft upp í nýju myndbandi.

Hópfjármögnun til hjálpar héraði í Sýrlandi
Eitt af örfáum friðsælu héruðum í Sýrlandi er að verða rafmagnslaust. Hópfjármögnun er hafin til bjargar.

Obama segir herafla ekki nóg gegn ISIS
Vinna þurfi bug á þeim aðstæðum sem sköpuðust sem urðu til þess að samtökin náðu að dafna.

Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi
Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi.

Liðsmenn ISIS starfrækja æfingabúðir í Evrópu
Sunday Mirror greinir frá því að liðsmenn ISIS hafi keypt jarðir í afskekktum bæ í Bosníu.