Innlent

Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðborgarstofa
Gestir Menningarnætur eru hvattir til þess að skilja bílinn eftir heima og nýta sér aðra samgöngumáta. Ókeypis verður í strætó sem stoppar við Hlemm, Hallgrímskirkju og Gömlu Hringbraut. Hér fyrir ofan má sjá kort af því hvaða götur verða lokaðar, hvar stæði fyrir fatlaða verða, hvar strætó og leigubílar muni stöðva ásamt ýmsu öðru.

Götulokanir verða í gildi frá kl. 07-01 og afmarkast lokunarsvæði af Snorrabraut, Gömlu Hringbraut, Ægisgötu og Mýrargötu. Í tilkynningu frá forsvarsaðilum Menningarnætur segir að hátíðin sé stærsta mannamót sem haldið er á Íslandi og eru lokanir mikilvægar fyrir öryggi gangandi og akandi vegfarenda ásamt því að tryggja aðgengi sjúkrabíla, slökkviliðs og lögreglu. Þetta er eini dagur ársins sem þörf þykir á svo umfangsmiklum lokunum.

Þeir sem vilja koma á bíl geta lagt á bílastæðum við Kirkjusand eða í Borgartúni og tekið skutlur þaðan sem keyra fólk að Hallgrímskirkju. Skutlurnar ganga á milli Hallgrímskirkju og bílastæða kl. 12-01. Með því að nýta sér strætó eða skutlur frá bílastæðum kemst fólk mun nær hátíðarsvæðinu heldur en hægt er ef reynt er að leggja sem næst miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×