Fjárfestar kaupa 5% hlut í Símanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 13:15 Höfuðstöðvar Símans. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Arion banki hefur selt hópi fjárfesta um 5% hlut í Símanum. Fjárfestahópurinn er samsettur af fjárfestum frá fimm löndum auk nokkurra af stjórnendum Símasamstæðunnar. Stefnt er að skráningu Símans á markað í haust. Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrir hópnum fari Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir með áratuga reynslu af fjárfestingarstarfsemi á sviði fjarskipta, en það var Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Arion Banki á eftir söluna um 33% í Símanum. Stefnt er að því að hlutabréf í Símanum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í haust og stefnir bankinn að því að minnka eignarhlut sinn í félaginu með almennu útboði. "Jákvætt að sjá áhuga erlendra og innlendra fjárfesta. “Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka.Vísir/Gunnar V. AndréssonBertrand Kan, hollenski fjárfestirinn sem leiðir hóp fjárfestanna, vonast til þess að alþjóðleg reynsla hópsins komi fyrirtækinu að notum. Hann hefur áður komið nálægt viðskiptum með Símann en leiddi söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley fyrir um áratugi síðan. „Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í að skrifa næsta kafla í sögu Símans, nú þegar skráning félagsins á hlutabréfamarkað er handan við hornið. Ég kynntist félaginu og íslenskum fjarskiptamarkaði fyrst fyrir um áratug þegar ég hafði með höndum það verkefni að leiða söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley. Heimurinn hefur tekið miklum breytingum síðan þá, en ég vona að alþjóðleg reynsla mín og annarra fjárfesta í þessum hópi geti komið fyrirtækinu að notum í framtíðinni.“ Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka telur að það sé jákvætt að erlendir sem og innlendir fjárfestar sýnu Símanum áhuga. Arion Banki hyggst halda almennt útboð í haust til að minnka eignarhlut sinn í Símanum. „Það er gleðilegt að sjá áhuga fjárfesta á Símanum nú í aðdraganda skráningar félagsins í kauphöll. Okkur þykir jákvætt að sjá bæði erlenda og innlenda fjárfesta í þeim hópi sem nú kaupir hlut í Símanum og jafnframt að stjórnendur samstæðunnar séu orðnir hluthafar, en það sýnir trú þeirra á félaginu og framtíð þess.“ Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Arion banki hefur selt hópi fjárfesta um 5% hlut í Símanum. Fjárfestahópurinn er samsettur af fjárfestum frá fimm löndum auk nokkurra af stjórnendum Símasamstæðunnar. Stefnt er að skráningu Símans á markað í haust. Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrir hópnum fari Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir með áratuga reynslu af fjárfestingarstarfsemi á sviði fjarskipta, en það var Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Arion Banki á eftir söluna um 33% í Símanum. Stefnt er að því að hlutabréf í Símanum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í haust og stefnir bankinn að því að minnka eignarhlut sinn í félaginu með almennu útboði. "Jákvætt að sjá áhuga erlendra og innlendra fjárfesta. “Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka.Vísir/Gunnar V. AndréssonBertrand Kan, hollenski fjárfestirinn sem leiðir hóp fjárfestanna, vonast til þess að alþjóðleg reynsla hópsins komi fyrirtækinu að notum. Hann hefur áður komið nálægt viðskiptum með Símann en leiddi söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley fyrir um áratugi síðan. „Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í að skrifa næsta kafla í sögu Símans, nú þegar skráning félagsins á hlutabréfamarkað er handan við hornið. Ég kynntist félaginu og íslenskum fjarskiptamarkaði fyrst fyrir um áratug þegar ég hafði með höndum það verkefni að leiða söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley. Heimurinn hefur tekið miklum breytingum síðan þá, en ég vona að alþjóðleg reynsla mín og annarra fjárfesta í þessum hópi geti komið fyrirtækinu að notum í framtíðinni.“ Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka telur að það sé jákvætt að erlendir sem og innlendir fjárfestar sýnu Símanum áhuga. Arion Banki hyggst halda almennt útboð í haust til að minnka eignarhlut sinn í Símanum. „Það er gleðilegt að sjá áhuga fjárfesta á Símanum nú í aðdraganda skráningar félagsins í kauphöll. Okkur þykir jákvætt að sjá bæði erlenda og innlenda fjárfesta í þeim hópi sem nú kaupir hlut í Símanum og jafnframt að stjórnendur samstæðunnar séu orðnir hluthafar, en það sýnir trú þeirra á félaginu og framtíð þess.“
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira