Hollendingurinn Robin van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Fenerbahce.
Hann skoraði sigurmark liðsins í Evrópudeildinni í gær og það með sinni fyrstu snertingu í leiknum.
Van Persie kom af bekknum á 80. mínútu. Hann kom ekki við boltann fyrr en níu mínútum síðar og það dugði til að skora eina markið gegn Atromitos Athens á útivelli.
Van Persie er samtals búinn að spila 63 mínútur í þrem leikjum fyrir félagið en hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli.
Fótbolti