Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 14:00 Birkir fagnar markinu gegn Lech Poznan. Vísir/Getty Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08