Innlent

Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði yfir til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Ísland í dag hitti Nouri fyrr í dag til að fá hans frásögn á ferðalaginu sem þúsundir flóttamanna hafa farið undanfarin ár. 

Nouri segir meðal annars frá því þegar hann fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. Á leiðinni missti hann vin sinn, sem skotinn var af írönskum landamæravörðum, og komst nærri drukknun þegar báturinn sem flutti hann yfir Miðjarðarhafið bilaði á miðri leið.

Viðtalið verður í Ísland í dag sem hefst klukkan 18.55. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×