Belgíski kantmaðurinn Adnan Januzaj samþykkti í dag að ganga til liðs við Dortmund á eins árs lánssamning frá Manchester United. Januzaj gekkst undir læknisskoðun í Þýskalandi í dag og skrifaði síðar undir samninginn.
Januzaj staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag.
Hefur hann ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn hins hollenska Louis Van Gaal en hann lék aðeins 21 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Var hann aðeins sjö sinnum í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni og fékk aðeins þrisvar allar nítíu mínútur leiksins. Náði hann ekki að fylgja eftir frábæru fyrsta tímabili undir stjórn David Moyes þegar Januzaj skaust fram á sjónarsviðið aðeins átján ára gamall.
Þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark Manchester United í 1-0 sigri á Aston Villa fyrir rúmum tveimur vikum virðist Van Gaal vera tilbúinn að leyfa Januzaj að fara á láni í eitt ár.

