Sprengdu annað hof í Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 07:26 Hof Bel þótti vel varðveitt. Íbúar segja einungis einn vegg standa uppi. Vísir/Getty Vígamenn samtakanna Íslamskt ríki eru sagðir hafa stórskemmt hof Bel í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi. Samtökin hertóku borgina í maí og hafa síðan þá skemmt nokkur forn hof. Einungis nokkrir dagar eru frá því að samtökin sprengdu upp fornt hof Föníka sem tileinkað var Baalshamin, guði storma og rigninga. Rústirnar eru á fornminjaskrá UNESCO og þykja einhverjar þær merkilegustu í Mið-Austurlöndum. Stofnunin hefur farið fram á að litið verði á eyðileggingu Baalshamin hofsins sem stríðsglæp. Íbúar nærri rústunum sögðu AP fréttaveitunni frá gríðarstórum sprengingum í gærkvöldi (um 1:45 að staðartíma) og að aðeins einn veggur af Bel hofinu stæði nú uppi. Sömuleiðis hafa samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sagt að hofið sé skemmt. Auk þess að skemma rústirnar hafa ISIS notað fornt hringleikahús sem svið fyrir fjöldaaftöku. Þá var fornleifafræðingur sem hafði umsjón með rústunum um áratugi, nýlega tekinn af lífi. Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Skutu 25 menn í hringleikahúsi Nýtt myndband frá ISIS. 6. júlí 2015 07:00 ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra. 25. ágúst 2015 13:22 Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi. 19. ágúst 2015 07:38 Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin Eyðilögðu fornt hof í borginni Palmyra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. 24. ágúst 2015 07:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Vígamenn samtakanna Íslamskt ríki eru sagðir hafa stórskemmt hof Bel í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi. Samtökin hertóku borgina í maí og hafa síðan þá skemmt nokkur forn hof. Einungis nokkrir dagar eru frá því að samtökin sprengdu upp fornt hof Föníka sem tileinkað var Baalshamin, guði storma og rigninga. Rústirnar eru á fornminjaskrá UNESCO og þykja einhverjar þær merkilegustu í Mið-Austurlöndum. Stofnunin hefur farið fram á að litið verði á eyðileggingu Baalshamin hofsins sem stríðsglæp. Íbúar nærri rústunum sögðu AP fréttaveitunni frá gríðarstórum sprengingum í gærkvöldi (um 1:45 að staðartíma) og að aðeins einn veggur af Bel hofinu stæði nú uppi. Sömuleiðis hafa samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sagt að hofið sé skemmt. Auk þess að skemma rústirnar hafa ISIS notað fornt hringleikahús sem svið fyrir fjöldaaftöku. Þá var fornleifafræðingur sem hafði umsjón með rústunum um áratugi, nýlega tekinn af lífi. Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Skutu 25 menn í hringleikahúsi Nýtt myndband frá ISIS. 6. júlí 2015 07:00 ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra. 25. ágúst 2015 13:22 Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi. 19. ágúst 2015 07:38 Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin Eyðilögðu fornt hof í borginni Palmyra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. 24. ágúst 2015 07:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra. 25. ágúst 2015 13:22
Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi. 19. ágúst 2015 07:38
Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin Eyðilögðu fornt hof í borginni Palmyra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. 24. ágúst 2015 07:11