Innlent

Jákvætt að það sé afgangur

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þingmenn stjórnarandstöðu-flokkanna eru sammála um að jákvætt sé að stefna á rúmlega fimmtán milljarða króna afgang á næsta ári, og að efnahagur landsins sé að rétta úr sér. Þeir sem færðu fórnir á hrunárunum séu þó ekki að njóta góðs af því. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í gær fjárlög næsta árs en þetta er þriðja árið í röð sem frumvarp til fjárlaga er hallalaust. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun opinberra skulda og stefnt er á að greiða niður 216 milljarða króna á næsta ári, auk þess sem gert er ráð fyrir afgangi. 

Í myndbandinu hér að ofan er rætt við formenn stjórnarandstöðuflokkana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×