Heillandi skapgerðarbrestir og skringilegheit hjá Deild Q Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2015 12:00 Bækur Stúlkan í trénu Höfundur: Jussi Adler-Olsen Þýðing: Jón St. Kristjánsson Forlagið Stúlkan í trénu er sjötta bókin í áætluðum tíbókaflokki hins danska glæpasagnahöfundar Jussi Adler-Olsen um rannsóknarteymið Deild Q hjá dönsku lögreglunni en þeirri deild er ætlað að upplýsa gömul og gleymd glæpamál. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og hlotið margvíslegar vegtyllur, verið þýddar á þrjátíu og tvö tungumál og komið út bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Aðalpersóna bókanna er Carl Mörck, fruntalegur og lífsleiður rannsóknarlögreglumaður sem leiðir deild Q, að því er virðist í refsingarskyni fyrir mistök í starfi. Undirmenn hans eru hinn mjög svo óútreiknanlegi múslimi Assad og ritarinn Rose sem þjáist af mótþróastreituröskun og saman leysir þetta breyska tríó hinar flóknustu gátur og rekur þræði sem margir hverjir eru löngu fyrndir og raknaðir upp. Í þessari bók fær Carl Mörck símtal í svefnrofunum (eftir blund við skrifborðið) frá rannsóknarlögreglumanni á Borgundarhólmi sem biður hann um aðstoð. Mörck neitar umyrðalaust. Skömmu síðar kemur tilkynning um að maðurinn hafi stytt sér aldur í starfslokahófi og þá neyðist Deild Q til að taka málið upp á sína arma. Í ljós kemur að það snýst um dauða ungrar stúlku sem fannst sautján árum fyrr hangandi hátt uppi í tré. Atvikið var afgreitt sem umferðarslys en lögreglumaðurinn látni sætti sig ekki við þau málalok og fórnaði að lokum öllu til að komast að sannleikanum sem reynist ansi snúið – jafnvel fyrir Deild Q. Það er hressandi hvað persónurnar (einkum aðalpersónurnar) eru lítið hátíðlegar, pirraðar og fúlar – og fyndnar. Sumir vilja meina að fyndni á réttum stöðum sé það sem skilur milli ágætrar glæpasögu og þeirra bestu og í þessu tilfelli er yfrið af henni. Söguþráðurinn er nógu spennandi til að halda lesandanum kyrfilega við efnið og í stuttu máli má segja að bókin hafi allt til að bera sem góða glæpasögu prýðir – snúna gátu, spennandi framvindu, fyndni og áhugaverðar aðalpersónur. Þýðing Jóns St. Kristjánssonar er skemmtileg og hann leysir vel orðaleiki eins og þegar Assad gerir málvillur, sem aldrei er almennilega hægt að sjá hvort eru raunverulegar eða brandari af hans hálfu á kostnað fordómafullra Dana. Ég hafði ekki lesið fyrri bækurnar um Deild Q og það sem helst truflaði mig í þessari bók var hversu sjálfsagt höfundurinn telur að allir lesendur þekki baksögu aðalpersónanna. Ég þekkti hana ekki og skildi þar af leiðandi lítið er einkalíf þeirra kom við sögu. Sjálfur hefur Adler Olsen sagt að bækurnar verði alls tíu og að saga aðalpersónanna komi alltaf betur í ljós eftir því sem líður á flokkinn en engu að síður hlýtur að mega splæsa nokkrum setningum í samantekt í hverri bók eins og er gert í öðrum glæpasögum með framhaldsþræði, jafnt til kynningar fyrir fyrstu lesendur og upprifjunar fyrir gamla kunningja. Að því sögðu þá heillaðist ég af skapgerðarbrestunum og skringilegheitunum hjá Deild Q og einnig af sögunni sjálfri og stíl höfundar. Það er alltaf gaman að falla fyrir nýjum glæpasagnahöfundi og ekki verra þegar fimm bækur bíða lestrar. Ég hlakka til að eyða meiri tíma í kjallaranum hjá Deild Q.Niðurstaða: Snúin gáta, spennandi framvinda og áhugaverðar aðalpersónur sem lesandann langar að kynnast betur. Bókmenntir Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Stúlkan í trénu Höfundur: Jussi Adler-Olsen Þýðing: Jón St. Kristjánsson Forlagið Stúlkan í trénu er sjötta bókin í áætluðum tíbókaflokki hins danska glæpasagnahöfundar Jussi Adler-Olsen um rannsóknarteymið Deild Q hjá dönsku lögreglunni en þeirri deild er ætlað að upplýsa gömul og gleymd glæpamál. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og hlotið margvíslegar vegtyllur, verið þýddar á þrjátíu og tvö tungumál og komið út bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Aðalpersóna bókanna er Carl Mörck, fruntalegur og lífsleiður rannsóknarlögreglumaður sem leiðir deild Q, að því er virðist í refsingarskyni fyrir mistök í starfi. Undirmenn hans eru hinn mjög svo óútreiknanlegi múslimi Assad og ritarinn Rose sem þjáist af mótþróastreituröskun og saman leysir þetta breyska tríó hinar flóknustu gátur og rekur þræði sem margir hverjir eru löngu fyrndir og raknaðir upp. Í þessari bók fær Carl Mörck símtal í svefnrofunum (eftir blund við skrifborðið) frá rannsóknarlögreglumanni á Borgundarhólmi sem biður hann um aðstoð. Mörck neitar umyrðalaust. Skömmu síðar kemur tilkynning um að maðurinn hafi stytt sér aldur í starfslokahófi og þá neyðist Deild Q til að taka málið upp á sína arma. Í ljós kemur að það snýst um dauða ungrar stúlku sem fannst sautján árum fyrr hangandi hátt uppi í tré. Atvikið var afgreitt sem umferðarslys en lögreglumaðurinn látni sætti sig ekki við þau málalok og fórnaði að lokum öllu til að komast að sannleikanum sem reynist ansi snúið – jafnvel fyrir Deild Q. Það er hressandi hvað persónurnar (einkum aðalpersónurnar) eru lítið hátíðlegar, pirraðar og fúlar – og fyndnar. Sumir vilja meina að fyndni á réttum stöðum sé það sem skilur milli ágætrar glæpasögu og þeirra bestu og í þessu tilfelli er yfrið af henni. Söguþráðurinn er nógu spennandi til að halda lesandanum kyrfilega við efnið og í stuttu máli má segja að bókin hafi allt til að bera sem góða glæpasögu prýðir – snúna gátu, spennandi framvindu, fyndni og áhugaverðar aðalpersónur. Þýðing Jóns St. Kristjánssonar er skemmtileg og hann leysir vel orðaleiki eins og þegar Assad gerir málvillur, sem aldrei er almennilega hægt að sjá hvort eru raunverulegar eða brandari af hans hálfu á kostnað fordómafullra Dana. Ég hafði ekki lesið fyrri bækurnar um Deild Q og það sem helst truflaði mig í þessari bók var hversu sjálfsagt höfundurinn telur að allir lesendur þekki baksögu aðalpersónanna. Ég þekkti hana ekki og skildi þar af leiðandi lítið er einkalíf þeirra kom við sögu. Sjálfur hefur Adler Olsen sagt að bækurnar verði alls tíu og að saga aðalpersónanna komi alltaf betur í ljós eftir því sem líður á flokkinn en engu að síður hlýtur að mega splæsa nokkrum setningum í samantekt í hverri bók eins og er gert í öðrum glæpasögum með framhaldsþræði, jafnt til kynningar fyrir fyrstu lesendur og upprifjunar fyrir gamla kunningja. Að því sögðu þá heillaðist ég af skapgerðarbrestunum og skringilegheitunum hjá Deild Q og einnig af sögunni sjálfri og stíl höfundar. Það er alltaf gaman að falla fyrir nýjum glæpasagnahöfundi og ekki verra þegar fimm bækur bíða lestrar. Ég hlakka til að eyða meiri tíma í kjallaranum hjá Deild Q.Niðurstaða: Snúin gáta, spennandi framvinda og áhugaverðar aðalpersónur sem lesandann langar að kynnast betur.
Bókmenntir Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira