Septemberblað Glamour er komið út! Ritstjórn skrifar 9. september 2015 13:15 Septemberblaðið er komið út! Septemberblað Glamour er komið út og stútfullt af fjölbreyttu efni. Forsíðufyrirsæta septembertölublaðs Glamour er hin bandaríska Myla Dalbesio. Myla er 28 ára gömul, fædd og uppalin vestanhafs og var uppgötvuð eftir að hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Wisconsin Teen USA árið 2004. Henni gekk erfiðlega að ná sér í samning til að byrja með þar sem skrifstofur töldu hana vera í stærri kantinum og ekki passa í hið staðlaða útlit fyrirsætunnar. Hún var skráð sem fyrirsæta í yfirstærð (e. plus size) hjá Ford-fyrirsætuskrifstofunni þegar hún var 18 ára gömul en hún er í stærð 8. Þetta líkar henni ekki og hefur hún lengi barist fyrir aukinni fjölbreytni í fyrirsætuheiminum.Myla komst rækilega á kortið er hún sat fyrir í nærfataherferð fyrir Calvin Klein en í kjölfarið fór hún á topplista yfir heitustu fyrirsætur í heimi árið 2015.Myla DalbesioGlamour/GettyMyla er einnig myndlistarkona og hefur haldið sýningar víðs vegar um Bandaríkin. Einnig hefur hún gefið út tvær bækur, Born Rich, 2013, og Studies of Ecstasy, 2015. Hún skrifar einnig reglulega dálka á Elle.com sem nefnast Girl on Girl. Myla hefur unnið fyrir: Purple, Vogue India, Dazed & Confused, Lui, Bon, Oyster, Twin, Viva Moda, Elle France og Elle Italia.Skjáskot/Calvin Klein The definition of GOOD MORNING. Thank you @glamouriceland for putting me on your September cover! What a great way to start the day And thanks to the lovely team! Photo by @siljamagg, styling by @rachael.wang, hair by @cameronrains, and makeup by @yukoonthego @nextmodels @mothermodel A photo posted by MYLA DALBESIO (@myladalbesio) on Sep 9, 2015 at 4:35am PDT Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýr ritstjóri breska Vogue hefur störf í dag Glamour Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Bað konur í salnum að standa upp með sér Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour
Septemberblað Glamour er komið út og stútfullt af fjölbreyttu efni. Forsíðufyrirsæta septembertölublaðs Glamour er hin bandaríska Myla Dalbesio. Myla er 28 ára gömul, fædd og uppalin vestanhafs og var uppgötvuð eftir að hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Wisconsin Teen USA árið 2004. Henni gekk erfiðlega að ná sér í samning til að byrja með þar sem skrifstofur töldu hana vera í stærri kantinum og ekki passa í hið staðlaða útlit fyrirsætunnar. Hún var skráð sem fyrirsæta í yfirstærð (e. plus size) hjá Ford-fyrirsætuskrifstofunni þegar hún var 18 ára gömul en hún er í stærð 8. Þetta líkar henni ekki og hefur hún lengi barist fyrir aukinni fjölbreytni í fyrirsætuheiminum.Myla komst rækilega á kortið er hún sat fyrir í nærfataherferð fyrir Calvin Klein en í kjölfarið fór hún á topplista yfir heitustu fyrirsætur í heimi árið 2015.Myla DalbesioGlamour/GettyMyla er einnig myndlistarkona og hefur haldið sýningar víðs vegar um Bandaríkin. Einnig hefur hún gefið út tvær bækur, Born Rich, 2013, og Studies of Ecstasy, 2015. Hún skrifar einnig reglulega dálka á Elle.com sem nefnast Girl on Girl. Myla hefur unnið fyrir: Purple, Vogue India, Dazed & Confused, Lui, Bon, Oyster, Twin, Viva Moda, Elle France og Elle Italia.Skjáskot/Calvin Klein The definition of GOOD MORNING. Thank you @glamouriceland for putting me on your September cover! What a great way to start the day And thanks to the lovely team! Photo by @siljamagg, styling by @rachael.wang, hair by @cameronrains, and makeup by @yukoonthego @nextmodels @mothermodel A photo posted by MYLA DALBESIO (@myladalbesio) on Sep 9, 2015 at 4:35am PDT Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýr ritstjóri breska Vogue hefur störf í dag Glamour Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Bað konur í salnum að standa upp með sér Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour