Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2015 22:57 Belinelli var sjóðheitur í seinni hálfleik. vísir/getty Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74. EM 2015 í Berlín Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira