Sýrlenskur flóttamaður í fangelsi við komuna til Íslands Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. september 2015 07:00 Systkinin Lina og Yassar lýsa hversdegi sem bíður flóttamanna sem koma til landsins. Vísir/Stefán Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“ Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira