Róttækra aðgerða er þörf til að endurskoða skiptingu kökunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 21:36 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/gva „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið. Ef síðasta ríkisstjórn gerði eitthvað þá hlýtur það að vera vont. Svo rammt kveður að þessu að ekki mátti greina annað á hæstvirtum forsætisráðherra í ræðu hans hér áðan en að íslenskt tímatal hefði í raun hafist þegar ríkisstjórn hans tók við. Hér var aðeins ginnungagap vorið 2013, en síðan þá hefur allt gengið mjög vel, ef marka má hæstvirtan ráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir langtímahugsun hjá stjórnarliðunum enda geti þeir „ekki lengur hunsað eðlilega kröfu íslensks almennings um að við höfum langtímasjónarmið að leiðarljósi í öllum okkar störfum,“ eins og hún komst að orði. Katrín skaut á forsætisráðherra sem lét hafa eftir sér á dögunum að stefna Íslendinga í málefnum flóttafólks mætti ekki ákvarðast af fréttamyndum einum saman. „En fólkið á myndunum er fólk af holdi og blóði. Veruleiki þess er lýsandi fyrir veruleika margra. Við eigum ekki að brynja okkur fyrir slíkum myndum heldur að sýna samkennd í verki. Við megum ekki líta undan,“ sagði Katrín og bætti við: „Við getum gert betur og eigum að taka á móti miklu fleira fólki í neyð.“ Ójöfnuður var Katrínu hugleikinn. „Ef það á að hafa einhverja merkingu að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum þá ber okkur að grípa til aðgerða til að tryggja þau tækifæri. Það þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf róttækar aðgerðir og breytta hugsun,“ sagði Katrín. „Draumar barna um allan heim kalla á að við þorum að grípa til róttækra aðgerða til að endurskoða skiptingu kökunnar. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mest fyrir hafi mest tækifæri til að safna sér enn meiri auði. Það eru engin náttúrulögmál á bak við það fyrirkomulag þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Þetta eru mannanna verk sem mennirnir geta breytt,“ sagði hún ennfremur. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið. Ef síðasta ríkisstjórn gerði eitthvað þá hlýtur það að vera vont. Svo rammt kveður að þessu að ekki mátti greina annað á hæstvirtum forsætisráðherra í ræðu hans hér áðan en að íslenskt tímatal hefði í raun hafist þegar ríkisstjórn hans tók við. Hér var aðeins ginnungagap vorið 2013, en síðan þá hefur allt gengið mjög vel, ef marka má hæstvirtan ráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir langtímahugsun hjá stjórnarliðunum enda geti þeir „ekki lengur hunsað eðlilega kröfu íslensks almennings um að við höfum langtímasjónarmið að leiðarljósi í öllum okkar störfum,“ eins og hún komst að orði. Katrín skaut á forsætisráðherra sem lét hafa eftir sér á dögunum að stefna Íslendinga í málefnum flóttafólks mætti ekki ákvarðast af fréttamyndum einum saman. „En fólkið á myndunum er fólk af holdi og blóði. Veruleiki þess er lýsandi fyrir veruleika margra. Við eigum ekki að brynja okkur fyrir slíkum myndum heldur að sýna samkennd í verki. Við megum ekki líta undan,“ sagði Katrín og bætti við: „Við getum gert betur og eigum að taka á móti miklu fleira fólki í neyð.“ Ójöfnuður var Katrínu hugleikinn. „Ef það á að hafa einhverja merkingu að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum þá ber okkur að grípa til aðgerða til að tryggja þau tækifæri. Það þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf róttækar aðgerðir og breytta hugsun,“ sagði Katrín. „Draumar barna um allan heim kalla á að við þorum að grípa til róttækra aðgerða til að endurskoða skiptingu kökunnar. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mest fyrir hafi mest tækifæri til að safna sér enn meiri auði. Það eru engin náttúrulögmál á bak við það fyrirkomulag þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Þetta eru mannanna verk sem mennirnir geta breytt,“ sagði hún ennfremur.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira