Níu þingmenn hlýddu á hugvekju Siðmenntar um fulltrúalýðræði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 16:03 Sigurður Hólm Gunnarsson Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar. Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar.
Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira