Arnar: Við tökum Svarta Pétri fagnandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 13:30 Eyjamenn urðu meistarar í fyrra. vísir/stefán „Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
„Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira