Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 3,7% í júlí Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 14:30 Volkswagen Passat. Volkswagen Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent