Draumaferð Illuga þar sem hann fylgdi eftir íslensku afreksfólki Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 09:00 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarráðherra, í Berlín ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú og Hannesi Jónssyni formanni Körfuknattleikssambands Íslands. Vísir/Valli Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við að fylgja eftir íslensku afreksfólki. Fyrirhuguð var ferð Illuga til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu leika sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta síðastliðinn laugardag. Illugi náði hins vegar að nýta ferðina til að fara víðar um Evrópu og var til að mynda viðstaddur frumsýningu kvikmyndar Baltasars Kormáks, Everest, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann fylgdist með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu leggja Hollendinga að velli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Á laugardag var hann síðan mættur til Berlínar og flaug síðan heim til Íslands á sunnudag þar sem hann sá íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.Hluti af störfum ráðherra Það er því ljóst að þetta var sannkölluð draumaferð sem margir hefðu viljað fara og tekur Illugi undir það en segir þetta tilheyra hans ráðuneyti, menningin annars vegar og íþróttirnar hins vegar. „Þegar það eru íþróttaviðburðir, sem segja má að séu sögulegir fyrir þjóðina eins og þessi leikur var í Hollandi og á sunnudag þá er mjög eðlilegt að ráðherra sé viðstaddur þá og óeðlilegt ef svo væri ekki. Eins opnunarleikur íslenska körfuboltalandsliðsins í Berlín. Það sem gerir það að verkum að þetta er hægt er að þetta var allt í sömu ferðinni,“ segir Illugi í samtali við Vísi um málið.Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPVelgengni Balta hefur jákvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð Hann segir dvölina í Feneyjum hafa verið merkilega en stutta. Hann var mættur á hátíðina 20 mínútum áður en sýning myndarinnar hófst. „Það var mjög eftirminnilegt og það var alveg glæsilegt að sjá þá stöðu sem Baltasar Kormákur er búinn að vinna sér inn á þessum alþjóðlega vettvangi, það er alveg ótrúlegt. Við Íslendingar njótum góðs af því. Þegar það gerist þá hjálpar það kvikmyndageiranum hér heima um leið, vekur athygli á Íslandi og íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Illugi sem segir myndin mjög góða. „Viðtökurnar í salnum voru í takt við það og við sjáum það á gagnrýninni sem hún hefur fengið að hún er mjög góð.“Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé.Vísir/valliHollenska knattspyrnuforystan kurteis Í Amsterdam-Arena sat hann í stúku með mörgum af forystumönnum Hollendinga í knattspyrnunni og átti hann samtöl við þá í hálfleik og eftir leik. Hann segir þá hafa tekið úrslitunum vel, þó að þau hafi verið þeim óhagstæð. „Og óskuðu okkur til hamingju með árangur liðsins. Þeir voru mjög kurteisir og velviljaðir gagnvart okkur.“Íslenska körfuboltalandsliðið ekki bara þátttakenndur Hann segir fyrsta leikinn sem íslenska karlalandsliðið lék á Evrópumótinu í körfubolta á laugardag hafa verið einstakan viðburð í íþróttasögu Íslendinga. „Menn hafa séð það í fjölmiðlum núna að stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Berlín fyrir sína framgöngu og stemningin í kringum liðið er mjög jákvæð og mikil. Það er líka ljóst eftir fyrstu leikina að strákarnir hafa sýnt að þeir eru ekki mættir á þetta mót sem áhorfendur, þeir voru vel inni í báðum þessum leikjum og áttu möguleika á að vinna þá. Það er líka gaman að sjá allan þann undirbúning sem forysta körfuknattleikssambandsins hefur lagt í. Það eru gríðarlega mörg handtök sem þarf að vinna til að þetta gangi allt vel fyrir sig.“ Tengdar fréttir „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09 Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við að fylgja eftir íslensku afreksfólki. Fyrirhuguð var ferð Illuga til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu leika sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta síðastliðinn laugardag. Illugi náði hins vegar að nýta ferðina til að fara víðar um Evrópu og var til að mynda viðstaddur frumsýningu kvikmyndar Baltasars Kormáks, Everest, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann fylgdist með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu leggja Hollendinga að velli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Á laugardag var hann síðan mættur til Berlínar og flaug síðan heim til Íslands á sunnudag þar sem hann sá íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.Hluti af störfum ráðherra Það er því ljóst að þetta var sannkölluð draumaferð sem margir hefðu viljað fara og tekur Illugi undir það en segir þetta tilheyra hans ráðuneyti, menningin annars vegar og íþróttirnar hins vegar. „Þegar það eru íþróttaviðburðir, sem segja má að séu sögulegir fyrir þjóðina eins og þessi leikur var í Hollandi og á sunnudag þá er mjög eðlilegt að ráðherra sé viðstaddur þá og óeðlilegt ef svo væri ekki. Eins opnunarleikur íslenska körfuboltalandsliðsins í Berlín. Það sem gerir það að verkum að þetta er hægt er að þetta var allt í sömu ferðinni,“ segir Illugi í samtali við Vísi um málið.Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPVelgengni Balta hefur jákvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð Hann segir dvölina í Feneyjum hafa verið merkilega en stutta. Hann var mættur á hátíðina 20 mínútum áður en sýning myndarinnar hófst. „Það var mjög eftirminnilegt og það var alveg glæsilegt að sjá þá stöðu sem Baltasar Kormákur er búinn að vinna sér inn á þessum alþjóðlega vettvangi, það er alveg ótrúlegt. Við Íslendingar njótum góðs af því. Þegar það gerist þá hjálpar það kvikmyndageiranum hér heima um leið, vekur athygli á Íslandi og íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Illugi sem segir myndin mjög góða. „Viðtökurnar í salnum voru í takt við það og við sjáum það á gagnrýninni sem hún hefur fengið að hún er mjög góð.“Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé.Vísir/valliHollenska knattspyrnuforystan kurteis Í Amsterdam-Arena sat hann í stúku með mörgum af forystumönnum Hollendinga í knattspyrnunni og átti hann samtöl við þá í hálfleik og eftir leik. Hann segir þá hafa tekið úrslitunum vel, þó að þau hafi verið þeim óhagstæð. „Og óskuðu okkur til hamingju með árangur liðsins. Þeir voru mjög kurteisir og velviljaðir gagnvart okkur.“Íslenska körfuboltalandsliðið ekki bara þátttakenndur Hann segir fyrsta leikinn sem íslenska karlalandsliðið lék á Evrópumótinu í körfubolta á laugardag hafa verið einstakan viðburð í íþróttasögu Íslendinga. „Menn hafa séð það í fjölmiðlum núna að stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Berlín fyrir sína framgöngu og stemningin í kringum liðið er mjög jákvæð og mikil. Það er líka ljóst eftir fyrstu leikina að strákarnir hafa sýnt að þeir eru ekki mættir á þetta mót sem áhorfendur, þeir voru vel inni í báðum þessum leikjum og áttu möguleika á að vinna þá. Það er líka gaman að sjá allan þann undirbúning sem forysta körfuknattleikssambandsins hefur lagt í. Það eru gríðarlega mörg handtök sem þarf að vinna til að þetta gangi allt vel fyrir sig.“
Tengdar fréttir „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09 Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09
Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52