Bjóða upp á hugvekju við setningu Alþingis í áttunda sinn Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2015 11:05 Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Vísir/GVA Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira