Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að leita að hreindýraskyttu og leiðsögumanni hennar á Lónsheiði norðaustur af Hornafirði, en þoka og rigningarsuddi voru á svæðinu.
Þriðji maðurinn í hópnum varð viðskila við hina tvo og komst niður á þjóðveg og
óttaðist
hann um mennina.
Björgunarmenn
hófu
leit við erfiðar aðstæður og upp úr miðnætti var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði send austur
á H
öfn
til að vera þar til taks.
Um tvö leitið í nótt komu
mennirnir
tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir.
Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt
Gissur Sigurðsson skrifar
