Körfubolti

Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki í leiknum á móti Íslandi í gær.
Dirk Nowitzki í leiknum á móti Íslandi í gær. Vísir/Valli
Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær.

Dirk Nowitzki fékk mikinn stuðning í Mercedes Benz höllinni í gær og var vel fagnað við hvert tækifæri sem gafst. Þetta var fyrsti keppnisleikur hans með þýska liðinu í fjögur ár og heimamenn kunnu vel að meta það að þeirra besti körfuboltamaður var mættur aftur í slaginn.

Dirk Nowitzki skoraði 15 stig í leiknum en það var frammistaða hans í öðrum leikhluta sem hjálpaði þýska liðinu að komast fimmtán stigum yfir fyrir hálfleik.

Þessi góði kafli átti síðan eftir að duga Þjóðverjum í lokin þegar íslenska liðið vann sig aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum.

„Við reyndum nokkrum sinnum að tvídekka Dirk þegar hann fór til hægri en þótt við værum með tvo menn á honum þá hefur engum í heiminum tekist að stoppa þetta skot," sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins eftir leikinn.

„Sú staðreynd að hann skoraði bara fimmtán stig í leiknum lítur mjög vel út fyrir okkur. Við gerðum ekkert rangt á móti honum í vörninni þetta voru bara 190 sm bakverðir að dekka leikmann upp á 213 sentímetra," sagði Pedersen.

Dirk Nowitzki skoraði alls fimm körfur og það má sjá þær í myndbandinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín

Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×