Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2015 22:15 Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45
Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00
Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00