Innlent

Einvalalið trommara keyrir upp stuðið á Arena de Ingólfstorg á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikil stemning myndaðist á Ingólfstorgi á fimmtudaginn.
Mikil stemning myndaðist á Ingólfstorgi á fimmtudaginn. Mynd/Gunnar Svanberg
Ingólfstorgi verður aftur breytt í Arena de Ingólfstorg á morgun þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kazakhstan í undankeppni EM. Strákarnir okkar eru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á mótinu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári og verður því öllu tjaldað til á torginu vegna leiksins.

Símafyrirtækið Nova stendur fyrir beinni útsendingu af risaskjá og mun einvalalið trommara hjálpa áhorfendum við að hvetja íslenska liðið til sigurs, má þar til dæmis nefna Hrafnkel Örn Guðjónsson úr Agent Fresco og Helga Svavar Helgason sem meðal annars hefur spilað með Hjálmum og Ásgeiri Trausta. Fjölmargir stuðningshópar munu jafnframt mæta, eins og frá Leiknisljónum, Silfurskeiðinni og Kópacabana.

„Það myndaðist frábær stemning yfir leiknum á móti Hollandi og ég veit að hún verður ennþá betri á morgun. Veðurspáin er góð og confettíið er klárt. DJ Margeir ætlar að sjá um að koma áhorfendum í rétta gírinn fyrir leikinn með her af trommurum og ef strákarnir komast áfram má gera ráð fyrir risa partýi á torginu,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova.


Tengdar fréttir

Rífandi stemning á Ingólfstorgi

Mörg hundruð manns eru saman komin á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur þar sem leikur Hollands og Íslands er sýndur á breiðtjaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×