Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41