Mun gjörbreyta tilgangi einkabílsins Sæunn Gísladóttr skrifar 4. september 2015 10:45 Innviði sjálfkeyrandi bíla verða allt önnur en í hefðbundnum bílum að sögn Herrtwich. mynd/mercedes-benz Með sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar, getur bíllinn skutlað þér í vinnuna, skilið þig eftir beint fyrir utan og farið og sótt einhvern annan sem er að deila bílnum með þér. Þessu greindi Ralf G. Herrtwich, hjá Mercedez-Benz, frá á Haustráðstefnu Advania í morgun.Ekki lengur frelsi til að ferðast í stórborgum Herrtwich fræddi ráðstefnugesti um þróun Mercedez-Benz á sjálfkeyrandi bílum. Einkabifreiðin lofaði fólki frelsi til að fara á milli staða. Einkabíllinn er ekki endilega fljótasta leiðin til að komast milli staða, en oft sú þægilegasta. Hins vegar eru borgir orðnar svo stórar í dag að mikil traffík hefur myndast og einstaklingurinn hefur ekki sama frelsi til að ferðast innan þeirra. Þess vegna hefur bílaframleiðandinn ákveðið að fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum.Bíllinn verður "þriðji staðurinn" Bílarnir sem Mercedez-Benz er að þróa á að verða "þriðji staðurinn" til að vera milli heimilis og vinnu. Þegar fólk getur slakað á í bílnum, unnið, eða lagt sig breytist tilgangur hans. Þá skiptir máli að bíllinn geti keyrt sig sjálfur án aðstoðar farþega. Bílaframleiðandinn er bæði að þróa sjálfkeyrandi vörubíla og einkabíla og bíla til að deila. Stærsta vandamálið við að deila bíl er að maður þarf að koma sér sjálfur að sækja hann. Sjálfkeyrandi bílar bjóða upp á mjög spennandi möguleika í deilihagkerfinu, bíllinn mun aldrei eyða tíma í bílastæðahúsi í staðinn getur hann farið á milli þess að skutla fólki og sækja það. Helstu áskoranir framundan við þróun bílanna segir Herrtwich vera að gera bílana að betri ökumönnum en mannfólki. Hann benti á að slysum og dauðsföllum á götum hafi farið fækkandi. Þrátt fyrir að eiginlega öll slys séu vegna mannlega þáttarins sé mikilvægt að einbeita sér að því sem mannfólk gerir rétt í umferðinni ekki vitlaust við þróun stýrikerfa bílanna. Menn gera mun meira rétt í umferðinni en rangt sagði Herrtwich. Þá benti hann á fjölmargar leiðir til að draga úr áhættu bílanna í umferðinni.Sjálfkeyrandi bílar verða allt öðruvísi að innan Að lokum vék Herrtwich að hönnun bílanna. Þægindi eru í fyrirrúmi í sjálfkeyrandi bílum Mercedez-Benz og það að þurfa ekki alltaf að sitja við stýrið býður upp á nýja möguleika fyrir innri hönnun bílsins. Einnig þarf að þróa betri leið til að bílarnir meðtaki merki. Til dæmis gat einn bíll í ökuprófun ekki skilið það þegar gömul kona á gangbraut reyndi að veifa honum áfram. Allt þetta er framundan hjá bílaframleiðandanum, en bílarnir þeirra verða vonandi komnir á lokaþróunarstig á næstu árum. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Með sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar, getur bíllinn skutlað þér í vinnuna, skilið þig eftir beint fyrir utan og farið og sótt einhvern annan sem er að deila bílnum með þér. Þessu greindi Ralf G. Herrtwich, hjá Mercedez-Benz, frá á Haustráðstefnu Advania í morgun.Ekki lengur frelsi til að ferðast í stórborgum Herrtwich fræddi ráðstefnugesti um þróun Mercedez-Benz á sjálfkeyrandi bílum. Einkabifreiðin lofaði fólki frelsi til að fara á milli staða. Einkabíllinn er ekki endilega fljótasta leiðin til að komast milli staða, en oft sú þægilegasta. Hins vegar eru borgir orðnar svo stórar í dag að mikil traffík hefur myndast og einstaklingurinn hefur ekki sama frelsi til að ferðast innan þeirra. Þess vegna hefur bílaframleiðandinn ákveðið að fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum.Bíllinn verður "þriðji staðurinn" Bílarnir sem Mercedez-Benz er að þróa á að verða "þriðji staðurinn" til að vera milli heimilis og vinnu. Þegar fólk getur slakað á í bílnum, unnið, eða lagt sig breytist tilgangur hans. Þá skiptir máli að bíllinn geti keyrt sig sjálfur án aðstoðar farþega. Bílaframleiðandinn er bæði að þróa sjálfkeyrandi vörubíla og einkabíla og bíla til að deila. Stærsta vandamálið við að deila bíl er að maður þarf að koma sér sjálfur að sækja hann. Sjálfkeyrandi bílar bjóða upp á mjög spennandi möguleika í deilihagkerfinu, bíllinn mun aldrei eyða tíma í bílastæðahúsi í staðinn getur hann farið á milli þess að skutla fólki og sækja það. Helstu áskoranir framundan við þróun bílanna segir Herrtwich vera að gera bílana að betri ökumönnum en mannfólki. Hann benti á að slysum og dauðsföllum á götum hafi farið fækkandi. Þrátt fyrir að eiginlega öll slys séu vegna mannlega þáttarins sé mikilvægt að einbeita sér að því sem mannfólk gerir rétt í umferðinni ekki vitlaust við þróun stýrikerfa bílanna. Menn gera mun meira rétt í umferðinni en rangt sagði Herrtwich. Þá benti hann á fjölmargar leiðir til að draga úr áhættu bílanna í umferðinni.Sjálfkeyrandi bílar verða allt öðruvísi að innan Að lokum vék Herrtwich að hönnun bílanna. Þægindi eru í fyrirrúmi í sjálfkeyrandi bílum Mercedez-Benz og það að þurfa ekki alltaf að sitja við stýrið býður upp á nýja möguleika fyrir innri hönnun bílsins. Einnig þarf að þróa betri leið til að bílarnir meðtaki merki. Til dæmis gat einn bíll í ökuprófun ekki skilið það þegar gömul kona á gangbraut reyndi að veifa honum áfram. Allt þetta er framundan hjá bílaframleiðandanum, en bílarnir þeirra verða vonandi komnir á lokaþróunarstig á næstu árum.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira