Mun gjörbreyta tilgangi einkabílsins Sæunn Gísladóttr skrifar 4. september 2015 10:45 Innviði sjálfkeyrandi bíla verða allt önnur en í hefðbundnum bílum að sögn Herrtwich. mynd/mercedes-benz Með sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar, getur bíllinn skutlað þér í vinnuna, skilið þig eftir beint fyrir utan og farið og sótt einhvern annan sem er að deila bílnum með þér. Þessu greindi Ralf G. Herrtwich, hjá Mercedez-Benz, frá á Haustráðstefnu Advania í morgun.Ekki lengur frelsi til að ferðast í stórborgum Herrtwich fræddi ráðstefnugesti um þróun Mercedez-Benz á sjálfkeyrandi bílum. Einkabifreiðin lofaði fólki frelsi til að fara á milli staða. Einkabíllinn er ekki endilega fljótasta leiðin til að komast milli staða, en oft sú þægilegasta. Hins vegar eru borgir orðnar svo stórar í dag að mikil traffík hefur myndast og einstaklingurinn hefur ekki sama frelsi til að ferðast innan þeirra. Þess vegna hefur bílaframleiðandinn ákveðið að fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum.Bíllinn verður "þriðji staðurinn" Bílarnir sem Mercedez-Benz er að þróa á að verða "þriðji staðurinn" til að vera milli heimilis og vinnu. Þegar fólk getur slakað á í bílnum, unnið, eða lagt sig breytist tilgangur hans. Þá skiptir máli að bíllinn geti keyrt sig sjálfur án aðstoðar farþega. Bílaframleiðandinn er bæði að þróa sjálfkeyrandi vörubíla og einkabíla og bíla til að deila. Stærsta vandamálið við að deila bíl er að maður þarf að koma sér sjálfur að sækja hann. Sjálfkeyrandi bílar bjóða upp á mjög spennandi möguleika í deilihagkerfinu, bíllinn mun aldrei eyða tíma í bílastæðahúsi í staðinn getur hann farið á milli þess að skutla fólki og sækja það. Helstu áskoranir framundan við þróun bílanna segir Herrtwich vera að gera bílana að betri ökumönnum en mannfólki. Hann benti á að slysum og dauðsföllum á götum hafi farið fækkandi. Þrátt fyrir að eiginlega öll slys séu vegna mannlega þáttarins sé mikilvægt að einbeita sér að því sem mannfólk gerir rétt í umferðinni ekki vitlaust við þróun stýrikerfa bílanna. Menn gera mun meira rétt í umferðinni en rangt sagði Herrtwich. Þá benti hann á fjölmargar leiðir til að draga úr áhættu bílanna í umferðinni.Sjálfkeyrandi bílar verða allt öðruvísi að innan Að lokum vék Herrtwich að hönnun bílanna. Þægindi eru í fyrirrúmi í sjálfkeyrandi bílum Mercedez-Benz og það að þurfa ekki alltaf að sitja við stýrið býður upp á nýja möguleika fyrir innri hönnun bílsins. Einnig þarf að þróa betri leið til að bílarnir meðtaki merki. Til dæmis gat einn bíll í ökuprófun ekki skilið það þegar gömul kona á gangbraut reyndi að veifa honum áfram. Allt þetta er framundan hjá bílaframleiðandanum, en bílarnir þeirra verða vonandi komnir á lokaþróunarstig á næstu árum. Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Með sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar, getur bíllinn skutlað þér í vinnuna, skilið þig eftir beint fyrir utan og farið og sótt einhvern annan sem er að deila bílnum með þér. Þessu greindi Ralf G. Herrtwich, hjá Mercedez-Benz, frá á Haustráðstefnu Advania í morgun.Ekki lengur frelsi til að ferðast í stórborgum Herrtwich fræddi ráðstefnugesti um þróun Mercedez-Benz á sjálfkeyrandi bílum. Einkabifreiðin lofaði fólki frelsi til að fara á milli staða. Einkabíllinn er ekki endilega fljótasta leiðin til að komast milli staða, en oft sú þægilegasta. Hins vegar eru borgir orðnar svo stórar í dag að mikil traffík hefur myndast og einstaklingurinn hefur ekki sama frelsi til að ferðast innan þeirra. Þess vegna hefur bílaframleiðandinn ákveðið að fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum.Bíllinn verður "þriðji staðurinn" Bílarnir sem Mercedez-Benz er að þróa á að verða "þriðji staðurinn" til að vera milli heimilis og vinnu. Þegar fólk getur slakað á í bílnum, unnið, eða lagt sig breytist tilgangur hans. Þá skiptir máli að bíllinn geti keyrt sig sjálfur án aðstoðar farþega. Bílaframleiðandinn er bæði að þróa sjálfkeyrandi vörubíla og einkabíla og bíla til að deila. Stærsta vandamálið við að deila bíl er að maður þarf að koma sér sjálfur að sækja hann. Sjálfkeyrandi bílar bjóða upp á mjög spennandi möguleika í deilihagkerfinu, bíllinn mun aldrei eyða tíma í bílastæðahúsi í staðinn getur hann farið á milli þess að skutla fólki og sækja það. Helstu áskoranir framundan við þróun bílanna segir Herrtwich vera að gera bílana að betri ökumönnum en mannfólki. Hann benti á að slysum og dauðsföllum á götum hafi farið fækkandi. Þrátt fyrir að eiginlega öll slys séu vegna mannlega þáttarins sé mikilvægt að einbeita sér að því sem mannfólk gerir rétt í umferðinni ekki vitlaust við þróun stýrikerfa bílanna. Menn gera mun meira rétt í umferðinni en rangt sagði Herrtwich. Þá benti hann á fjölmargar leiðir til að draga úr áhættu bílanna í umferðinni.Sjálfkeyrandi bílar verða allt öðruvísi að innan Að lokum vék Herrtwich að hönnun bílanna. Þægindi eru í fyrirrúmi í sjálfkeyrandi bílum Mercedez-Benz og það að þurfa ekki alltaf að sitja við stýrið býður upp á nýja möguleika fyrir innri hönnun bílsins. Einnig þarf að þróa betri leið til að bílarnir meðtaki merki. Til dæmis gat einn bíll í ökuprófun ekki skilið það þegar gömul kona á gangbraut reyndi að veifa honum áfram. Allt þetta er framundan hjá bílaframleiðandanum, en bílarnir þeirra verða vonandi komnir á lokaþróunarstig á næstu árum.
Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira