Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Hildur Eir Bolladóttir segir kirkjuna gera margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“ Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“
Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira