Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta 3. september 2015 21:29 Heimir var brosmildur í viðtölum eftir leik. Vísir/Getty „Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
„Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30