Helén Eke, varnarmaður Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna, skoraði afar skrautlegt sjálfsmark í leik Örebro á þriðjudaginn.
Leikurinn var ekki þriggja mínútna gamall þegar Eke negldi boltanum í eigið net þegar hún ætlaði að hreinsa í horn. Sjálfsmörkin gerast ekki öruggari en þetta.
Þetta var fyrsta mark leiksins, en Örebro, sem er í sjötta sæti deildarinnar, vann leikinn, 3-1. Hammarby er í ellefta sætinu, því næst neðsta, með þrettan stig.
Þetta skrautlega sjálfsmark má sjá hér að ofan.
Ætlaði að hreinsa í horn en skoraði magnað sjálfsmark í staðinn | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





