Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 3. september 2015 09:30 Í skýrslu OECD er bent á að í sumum greinum þurfi stjórnvöld að gera meira til að stuðla að samkeppni. Til að mynda sé Mjólkursamsalan í einokunarstöðu á mjólkumarkaði. Vísir/Pjetur Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt. Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt.
Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17