Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 3. september 2015 09:30 Í skýrslu OECD er bent á að í sumum greinum þurfi stjórnvöld að gera meira til að stuðla að samkeppni. Til að mynda sé Mjólkursamsalan í einokunarstöðu á mjólkumarkaði. Vísir/Pjetur Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt. Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt.
Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17