Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2015 15:19 Frá Höfn í Hornafirði en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsóknina á líkfundinum í Laxárdal. Vísir/Pjetur Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09