Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2015 15:19 Frá Höfn í Hornafirði en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsóknina á líkfundinum í Laxárdal. Vísir/Pjetur Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09