Alls hafa tæpar tvær milljónir manna horft á Ask Guðmundur myndbandið á Youtube og Facebook. Þetta er annað árið í röð sem Inspired by Iceland hlýtur í verðlaunin. Í fyrra var Share the Secret herferðin á vefum samtakanna hlutskörpust í sama flokki.
Skifties verðlaunin eru veitt af ráðgjafafyrirtækinu Skift fyrir notkun samfélagsmiðla í ferðaþjónustu í 30 flokkum. Meðal þeirra sem einnig hlutu verðlaun eru Uber, Beautiful Destinations, Lonely Planet og Tourism Australia.
„Það er ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu aftur en þetta endurspeglar þann árangur sem við höfum verið að ná undir merkjum Inspired by Iceland. Við verðum oft vör við það að samkeppnisaðilar okkar horfa til þess hvernig staðið er að málum hjá okkur og viðurkenning sem þessi sýnir klárt og skýrt af hverju þeir gera það,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.