Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 26 starfsmönnum Þórsbergs í Tálknafirði var sagt upp störfum í fyrradag. vísir/pjétur „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira