Viðskipti innlent

OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, á kynningarfundi um skýrsluna í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, á kynningarfundi um skýrsluna í dag. vísir/gva
Ný skýrsla Efnahags-og framfarastofnunar Evrópu um efnahagshorfur á Íslandi var birt í dag. Í skýrslunni kemur fram að horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt góðar þar sem meðal annars verðbólga hafi minnkað, opinberar skuldir hafa lækkað og færri fjölskyldur búi við fjárhagsvanda.

Þá er áætlun um afnám fjármagnshafta fagnað í skýrslunni en stjórnvöld hvött til varfærni við losunina svo efnahagslegum stöðugleika sé ekki raskað. Að auki telur OECD að miklar launahækkanir sem samið var um nýverið kefjist aðhalds í peningamálum sem muni draga úr hagvexti.

Jafnframt telur sjóðurinn mikilvægt að draga úr þeirri áhættu sem felist í lífeyrisskuldbindingum hins opinbera og vanda Íbúðalánasjóðs.

Skýrslu OECD má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×