Með gamla menn í hópnum sem lærðu að vera saman áður en Facebook varð til Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 13:00 Arnar Guðjónsson, fyrir miðju, á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/andri marinó Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira