Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Myndin er frá Gleðigöngu Hinsegindaga árið 2013 VÍSIR/Stefán Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira