Evrópa leiðir fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum 19. september 2015 21:45 Charley Hull og Suzann Pettersen hafa myndað gott lið. Getty Þegar að tveimur keppnisdögum er lokið í Solheim bikarnum, sem er nokkurskonar Ryder-keppni bestu kvenkylfinga Evrópu og Bandaríkjanna, leiðir Evrópuliðið með átta stigum á móti fimm. Það eru þó þrír leikir óleiknir þar sem ekki tókst að ljúka við keppni á öðrum degi vegna myrkurs og því á staðan eftir að breytast í fyrramálið áður en að lokaumferðin hefst þar sem 12 einmenningsleikir eru á dagskrá. Mótið fer fram á hinum glæsilega St. Leon Rot velli í Þýskalandi en Evrópuliðið hefur sigrað í síðustu tveimur Solheim bikurum. Þar áður hafði bandaríska liðið sigrað þrisvar sinnum í röð. Kylfingur mótsins hingað til hefur verið hin 19 ára Charley Hull frá Englandi en hún hefur sigrað alla þrjá leiki sína og er af mörgum talin efnilegasti kylfingur heims. Bandaríska stórstjarnan Michelle Wie hefur þó tapað báðum sínum leikjum fyrir bandaríska liðið en allt stefnir í spennandi lokadag á morgun sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þegar að tveimur keppnisdögum er lokið í Solheim bikarnum, sem er nokkurskonar Ryder-keppni bestu kvenkylfinga Evrópu og Bandaríkjanna, leiðir Evrópuliðið með átta stigum á móti fimm. Það eru þó þrír leikir óleiknir þar sem ekki tókst að ljúka við keppni á öðrum degi vegna myrkurs og því á staðan eftir að breytast í fyrramálið áður en að lokaumferðin hefst þar sem 12 einmenningsleikir eru á dagskrá. Mótið fer fram á hinum glæsilega St. Leon Rot velli í Þýskalandi en Evrópuliðið hefur sigrað í síðustu tveimur Solheim bikurum. Þar áður hafði bandaríska liðið sigrað þrisvar sinnum í röð. Kylfingur mótsins hingað til hefur verið hin 19 ára Charley Hull frá Englandi en hún hefur sigrað alla þrjá leiki sína og er af mörgum talin efnilegasti kylfingur heims. Bandaríska stórstjarnan Michelle Wie hefur þó tapað báðum sínum leikjum fyrir bandaríska liðið en allt stefnir í spennandi lokadag á morgun sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira