Jón Arnór man sérstaklega eftir einu skipti þar sem hann ofreyndi sig. Hann fór beint úr skólanum í Laugardalnum í strætó vestur í bæ og líklega á þrjár æfingar í röð. Þeirri síðustu lauk klukkan ellefu um kvöldið í Vesturbæjarskóla.

Hann útskýrir að um svokallað love-hate samband hafi verið að ræða þar sem gagnkvæm virðing hafi verið mikil. Benni og Ingi Þór Steinþórsson, sem einnig þjálfaði Jón í yngri flokkum KR, hafi alltaf talað um „Frú Ingigerði.“
„Hún var umboðsmaðurinn minn á þessum tíma og passaði að maður færi ekki yfir um. En það var þessi vinnusemi sem Benni var að kenna manni, maður sér það eftir á. Maður býr að því alla ævi og ég á honum mikið að þakka.“
Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.