Ferðamenn eyddu 650 milljónum í skyndibita í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2015 14:03 Hæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Vísir/Pjetur Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira