Ekkert samráð haft við skólastjóra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Ekkert samráð var haft við Skólastjórafélag Íslands um ný hæfnispróf. AP Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla. Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.
Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00