Ekkert samráð haft við skólastjóra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Ekkert samráð var haft við Skólastjórafélag Íslands um ný hæfnispróf. AP Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla. Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.
Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00