Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 15:36 Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn í dag. Vísir/OR Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans, segir í tilkynningu. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn við athöfn í Elliðaárstöðinni í dag. Þar hófst einmitt raforkuframleiðsla Reykvíkinga, sem ON hefur með höndum í dag. Samningurinn er fyrsti stórnotendasamningur um raforkusölu sem ON gerir eftir að að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu OR í ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar sem OR gerði á árunum 1997 og 2000. Með samningi ON við Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raforkunni sem bundin var í þeim samningum. ON mun því ekki ráðast í nýja virkjun til að afla orkunnar. Verðið sem ON fær með nýja samningnum hækkar verulega. Það er í bandaríkjadölum og mismunandi eftir áföngum afhendingar. Að jafnaði er heildsöluverðið í samningum farið að nálgast það sem heimili greiða fyrir rafmagn í smásölu í dag. Samningurinn er til 15 ára með möguleika á framlengingu. Afhending orku hefst á árinu 2018. Í samningunum sem eru að renna út er innifalinn í verðinu flutningur raforkunnar, sem er á hendi Landsnets. Í samningi ON og Silicor er flutningur ekki innifalinn og þar með dregur úr áhættu ON af því að þróun flutningskostnaðar verði fyrirtækinu óhagstæð.19 þúsund tonn af sólarkísil á áriSólarkísilframleiðsla þarf mikið rafmagn og er umhverfisvæn. Þannig þurfti fyrirhuguð verksmiðja ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum að mati Umhverfisstofnunar. Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári til að byrja með. Afurðin er meðal annars notuð til að framleiða búnað til rafmagnsvinnslu úr sólarljósi. Fyrirhuguð fjárfesting fyrirtækisins nemur um 120 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 450 manns vinni við verksmiðjuna. Tengdar fréttir Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans, segir í tilkynningu. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn við athöfn í Elliðaárstöðinni í dag. Þar hófst einmitt raforkuframleiðsla Reykvíkinga, sem ON hefur með höndum í dag. Samningurinn er fyrsti stórnotendasamningur um raforkusölu sem ON gerir eftir að að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu OR í ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar sem OR gerði á árunum 1997 og 2000. Með samningi ON við Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raforkunni sem bundin var í þeim samningum. ON mun því ekki ráðast í nýja virkjun til að afla orkunnar. Verðið sem ON fær með nýja samningnum hækkar verulega. Það er í bandaríkjadölum og mismunandi eftir áföngum afhendingar. Að jafnaði er heildsöluverðið í samningum farið að nálgast það sem heimili greiða fyrir rafmagn í smásölu í dag. Samningurinn er til 15 ára með möguleika á framlengingu. Afhending orku hefst á árinu 2018. Í samningunum sem eru að renna út er innifalinn í verðinu flutningur raforkunnar, sem er á hendi Landsnets. Í samningi ON og Silicor er flutningur ekki innifalinn og þar með dregur úr áhættu ON af því að þróun flutningskostnaðar verði fyrirtækinu óhagstæð.19 þúsund tonn af sólarkísil á áriSólarkísilframleiðsla þarf mikið rafmagn og er umhverfisvæn. Þannig þurfti fyrirhuguð verksmiðja ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum að mati Umhverfisstofnunar. Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári til að byrja með. Afurðin er meðal annars notuð til að framleiða búnað til rafmagnsvinnslu úr sólarljósi. Fyrirhuguð fjárfesting fyrirtækisins nemur um 120 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 450 manns vinni við verksmiðjuna.
Tengdar fréttir Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30