Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2015 08:46 Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi ísraelskar vörur var samþykkt af borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Innkaupadeild Reykjavíkuborgar mun setjast niður með borgarlögfræðingi í vikunni til undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. Það var Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem fékk þessa tillögu samþykkta en í greinargerð sem fylgir tillögu er ekki talað um útfærslur á þessari sniðgöngu. Því er ekki vitað á þessari stundu hversu langt Reykjavíkurborg mun ganga, hvort hún muni einungis sniðganga vörur sem framleiddar eru í Ísrael, eða hvort hún gangi lengra og sniðgangi einnig vörur sem hafa verið þróaðar í Ísrael, eru að hluta frá Ísrael eða frá fyrirtæki sem eru hliðholl Ísrael. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildarinnar, segir að þessi mál verði skoðuð í vikunni og gat því ekki tjáð sig um það á þessari stundu. Björk Vilhelmsdóttir segir þetta vera almenna viljayfirlýsingu sem eigi eftir að útfæra. „Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram,“ segir Björk og nefnir sem dæmi þær vörur sem sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu, BDS Ísland, hefur hingað til sniðgengið. Við minnum á að mikið er um ísraelskar vörur á Íslandi sem ekki eru endilega merktar með strikamerki ríkisins og því er...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Wednesday, September 16, 2015 Hún tekur fram að þessi viljayfirlýsing borgarstjórnar snúi einungis að vörukaupum en ekki þjónustu því Ísrael hefur innleitt þjónustutilskipun Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Hér má finna lista með vinsælum ísraelskum vörumerkjum. Vörurnar eru oftar en ekki unnar úr hráefnum frá herteknum svæð...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Tuesday, August 5, 2014 Verkfræðingurinn Tómas Hafliðason fer yfir þau áhrif sem þessi viljayfirlýsing getur haft á innkaup borgarinnar á bloggi sínu. Hann nefnir til sögunnar vörurnar sem eru sannarlega ísraelskar, eru framleiddar í Ísrael, eða framleiddar af fyrirtækjum sem hafa stutt Ísraelsríki með einhverjum hætti. Þau fyrirtæki sem hafa stutt Ísrael með einhverjum hætti, svo sem að halda áfram viðskiptum við landið þó svo að sett hafi verið viðsiptabann á það, eru Coca Cola, Pepsi Co. McDonalds, Siemens, Kimberley-Clark, Loréal, Revlon og Starbucks. Þá framleiðir matvælaframleiðandinn Nestlé einnig vörur í Ísrael og notar ísraelska framleiðslu í vörur frá sér. Á listanum yfir vörur frá Nestlé eru: Nescafé, Perrier, Vittel, Pure Life, Carnation, Libby´s, Miklmaid, Nesquik, Maggi, Buitoni, Cross & Blackwell, KitKat, Milkybar, Quality Street, Smarties, After Eight, Aero, Polo og Lion svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið Intel er einnig með verksmiðjur í Ísrael en örgjörvi fyrirtækisins er að finna í fjölda af PC tölvum sem og í tölvum frá Apple. Það á einnig við um HP-tölvur og IBM. Þá festi ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Industries Ltd. kaup á samheitalyfjahluta Allergan í sumar, en Allergan er móðurfyrirtæki Actavis á Íslandi.Líkt og fyrr segir er hefur þessi sniðganga Reykjavíkurborgar ekki verið útfærð og er ákvörðunar innkaupadeildar borgarinnar beðið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tækni Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 „Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01 Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. 16. september 2015 13:29 "Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Embættismaður Ísraelska utanríkisráðuneytisins telur ákvörðun borgarstjórnar einkennast af hreinræktuðu hatri 16. september 2015 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Innkaupadeild Reykjavíkuborgar mun setjast niður með borgarlögfræðingi í vikunni til undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. Það var Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem fékk þessa tillögu samþykkta en í greinargerð sem fylgir tillögu er ekki talað um útfærslur á þessari sniðgöngu. Því er ekki vitað á þessari stundu hversu langt Reykjavíkurborg mun ganga, hvort hún muni einungis sniðganga vörur sem framleiddar eru í Ísrael, eða hvort hún gangi lengra og sniðgangi einnig vörur sem hafa verið þróaðar í Ísrael, eru að hluta frá Ísrael eða frá fyrirtæki sem eru hliðholl Ísrael. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildarinnar, segir að þessi mál verði skoðuð í vikunni og gat því ekki tjáð sig um það á þessari stundu. Björk Vilhelmsdóttir segir þetta vera almenna viljayfirlýsingu sem eigi eftir að útfæra. „Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram,“ segir Björk og nefnir sem dæmi þær vörur sem sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu, BDS Ísland, hefur hingað til sniðgengið. Við minnum á að mikið er um ísraelskar vörur á Íslandi sem ekki eru endilega merktar með strikamerki ríkisins og því er...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Wednesday, September 16, 2015 Hún tekur fram að þessi viljayfirlýsing borgarstjórnar snúi einungis að vörukaupum en ekki þjónustu því Ísrael hefur innleitt þjónustutilskipun Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Hér má finna lista með vinsælum ísraelskum vörumerkjum. Vörurnar eru oftar en ekki unnar úr hráefnum frá herteknum svæð...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Tuesday, August 5, 2014 Verkfræðingurinn Tómas Hafliðason fer yfir þau áhrif sem þessi viljayfirlýsing getur haft á innkaup borgarinnar á bloggi sínu. Hann nefnir til sögunnar vörurnar sem eru sannarlega ísraelskar, eru framleiddar í Ísrael, eða framleiddar af fyrirtækjum sem hafa stutt Ísraelsríki með einhverjum hætti. Þau fyrirtæki sem hafa stutt Ísrael með einhverjum hætti, svo sem að halda áfram viðskiptum við landið þó svo að sett hafi verið viðsiptabann á það, eru Coca Cola, Pepsi Co. McDonalds, Siemens, Kimberley-Clark, Loréal, Revlon og Starbucks. Þá framleiðir matvælaframleiðandinn Nestlé einnig vörur í Ísrael og notar ísraelska framleiðslu í vörur frá sér. Á listanum yfir vörur frá Nestlé eru: Nescafé, Perrier, Vittel, Pure Life, Carnation, Libby´s, Miklmaid, Nesquik, Maggi, Buitoni, Cross & Blackwell, KitKat, Milkybar, Quality Street, Smarties, After Eight, Aero, Polo og Lion svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið Intel er einnig með verksmiðjur í Ísrael en örgjörvi fyrirtækisins er að finna í fjölda af PC tölvum sem og í tölvum frá Apple. Það á einnig við um HP-tölvur og IBM. Þá festi ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Industries Ltd. kaup á samheitalyfjahluta Allergan í sumar, en Allergan er móðurfyrirtæki Actavis á Íslandi.Líkt og fyrr segir er hefur þessi sniðganga Reykjavíkurborgar ekki verið útfærð og er ákvörðunar innkaupadeildar borgarinnar beðið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tækni Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 „Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01 Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. 16. september 2015 13:29 "Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Embættismaður Ísraelska utanríkisráðuneytisins telur ákvörðun borgarstjórnar einkennast af hreinræktuðu hatri 16. september 2015 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
„Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01
Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. 16. september 2015 13:29
"Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Embættismaður Ísraelska utanríkisráðuneytisins telur ákvörðun borgarstjórnar einkennast af hreinræktuðu hatri 16. september 2015 16:48