Erlent

Notuðu táragas og vatn á flóttafólk

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fjögurra metra hár veggur hefur verið reistur við landamærin að Serbíu.
Fjögurra metra hár veggur hefur verið reistur við landamærin að Serbíu. Vísir/AFP
Hópur flóttafólks braut sér leið í gegnum víggirtan vegg sem  reistur  var á landamærum Ungverjalands og Serbíu og fóru yfir landamærin. Ungverska óeirðalögreglan beitti táragasi á flóttafólkið og öflugar vatnsslöngur til að stöðva för flóttamannanna.

Þúsundir flóttafólks voru við landamærin þegar ungversk stjórnvöld lokuðu þeim og lög þess eðlis að refsivert væri að fara yfir landamærin án 
tilskilinna  pappíra tóku gildi. 

Serbnesk  stjórnvöld lýstu óánægju sinni með aðgerðirnar og sögðu nágranna sína í norðri ekki hafa rétt á að skjóta táragasi yfir landamærin. Forsætisráðherra Serbíu sakaði starfsbróður sinn í Ungverjalandi um harkalega og ó-evrópska hegðun og hvatt Evrópusambandið til að bregðast við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×