Freyr um leikinn gegn Slóvakíu: Þurfum að ná takti saman Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 19:15 Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira