Innlent

Bæjarstjóri biðst afsökunar á skráningu á Airbnb

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Mynd af heimasíðu Grindavíkurbæjar
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segist biðjast innilegrar afsökunar á því að hafa leigt út herbergi í húsi í eigu Grindavíkurbæjar sem hann hefur afnot af starfi sínu vegna. Róbert segist hafa skráð herbergið á leigu á vefsíðunni Airbnb um miðjan ágúst en tekið það út þann 10. september í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar.

Stundin greindi frá því þann 4. september að Róbert hefði sett húsið á Airbnb án þess að hafa heimild til frá bæjarstjórn Grindavíkur. 

„Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbertí samtali við Stundina. Forstjóri bæjarstjórnar kom af fjöllum og þekkti ekki til málsins.

Frumvarp ráðherra 

Airbnb hefur verið mikið til umfjöllunar hér á landi sem erlendis þar sem íbúar leigja út húsnæði til ferðamanna. Íbúar þurfa víðast hvar, í það minnsta hér á landi, að sækja um leyfi vegna útleigunnar og uppfylla ýmis skilyrði. Ljóst er að fjölmargir leigusalar á síðunni sækja ekki um skilyrðin enda nokkuð íþyngjandi fyrir þá sem standa í minniháttar leigu. Lagði iðnaðarráðherra fram frumvarp til þess að einfalda kerfið síðastliðið vor en ekki náðist að afgreiða það fyrir þinglok.

Róbert segir að hann hefði átt að leita heimildar eigandans, Grindavíkurbæjar, áður en hann skráði eignina á AirBnb.

„Það gerði ég ekki, sem voru mistök sem ég biðst innilega afsökunar á,“ segir Róbert í yfirlýsingu á vef Grindavíkurbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×