Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 22:00 Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira