Innlent

Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Sveinn Andri segir lögregluna fyrir austan í slíkri hamingjuvímu yfir þessum mikla fíkniefnafundi að hún hefur gert hver mistökin á fætur öðrum.
Sveinn Andri segir lögregluna fyrir austan í slíkri hamingjuvímu yfir þessum mikla fíkniefnafundi að hún hefur gert hver mistökin á fætur öðrum. visir/gva
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, sem hefur mikla reynslu í að verja sakborninga í málum tengdum fíkniefnainnflutningi, gefur ekki mikið fyrir hæfni og greind lögreglunnar fyrir austan. Hann telur hamingjuvímu yfir hinum mikla fíkniefnafundi þar á dögunum hafa leitt til hverra mistakanna á fætur öðrum.

Efnin sem fundust um borð í Norrænu 8. september síðastliðinn reyndust vera um 80 kílógrömm af efninu MDMA. Fundust efnin í niðursuðudósum, varadekki bifreiðarinnar sem þau grunuðu voru á og tveimur gaskútum. Sjá nánar hér.

„Lögreglan fyrir austan virðist vera í slíkri hamingjuvímu yfir þessum mikla fíkniefnafundi að hún hefur gert hver mistökin á fætur öðrum. Það er augljóst að hollenska parið er ekki eigendur efnanna, heldur eiga þau sér vitorðsmenn á Íslandi,“ segir Sveinn Andri í athugasemd við frétt Vísis.

Sveinn Andri segir að auðvitað eigi lögreglan ekki að upplýsa fjölmiðla um það á upphafsstigum málsins hvernig það bar að efnin fundust, né heldur hvernig þeim var komið fyrir. „Það eru upplýsingar sem ekki máttu berast hugsanlegum vitorðsmönnum. Auðvitað átti að senda rannsóknarteymi frá LRH austur og láta þá taka yfir málið strax. Hvers vegna er lögreglan með rannsakendur með áratugareynslu af fíkniefnamálum á sínum snærum ef þeir eru ekki látnir stýra rannsókn eins stærsta fíkniefnamáls sögunnar?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×