Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2015 14:23 Frá aðgerðum lögreglu á Seyðisfirði í síðustu viku. Vísir Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku.Hollensk hjón voru handtekinn við komuna til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu í síðustu viku. Hjónin höfðu falið áttatíu kíló af fíkninefninu MDMA í bíl sínum. Þau voru falin í niðursuðudósum, gaskútum og í varadekki bílsins. Bæði sitja þau í gæsluvarðhaldi til 23. september næstkomandi.Þórarinn Tyrfingsson.vísir/Anton BrinkSmyglið þykir umfangsmikið en þetta er eitt mesta magn af fíkniefnum sem lögregla hefur lagt hald á. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir fíkniefnið MDMA notað í e-pillur. „Þar er hundrað milligrömm af hreinu efni eða þaðan af minna í hverri töflu en þetta hefur á seinni árum verið selt í svona duftformi og þá gramm. Það fer eftir styrkleika en eitt gramm hefur farið á alveg á upp í 10 til 20 þúsund krónur og jafnvel upp í 30 þúsund. Þannig að í hverju slagi eða í einu grammi getur verið allt að tíu e-pillur,“ segir Þórarinn. Þannig er ljóst að verðmæti fíkniefnanna hleypur á hundruðum milljóna króna.Sjá einnig:Tvítug kona lést úr of stórum skammti af MDMA Hann segir neyslu á MDMA hafa aukist eftir hrun. „Þetta efni hefur svona verið í sókn svona eftir hrun. Það datt alveg botninn úr neyslunni í hruninu en það hefur smá saman verið að sækja í sig veðrið neyslan á þessum efnum síðastliðin þrjú ár,“ segir Þórarinn. Á sama tíma hafi neysla á kókaíni og amfetamíni ekki aukist. Þá segir hann ungt fólk aðallega nota efnið. „Þetta efni er oft notað í sambandi við skemmtanir hjá ungu fólki og það blandast svolítið kannabisneyslunni líka. Þetta er talsverð eftirspurn eftir þessu í sambandi við skemmtanalífið hjá ungu fólki,“ segir Þórarinn. Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Voru með tíu kíló af MDMA í Leifsstöð Gæsluvarðhald yfir hollenskum mæðgum sem handteknar voru við komuna til landsins föstudaginn langa hefur verið framlengt. 17. apríl 2015 15:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku.Hollensk hjón voru handtekinn við komuna til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu í síðustu viku. Hjónin höfðu falið áttatíu kíló af fíkninefninu MDMA í bíl sínum. Þau voru falin í niðursuðudósum, gaskútum og í varadekki bílsins. Bæði sitja þau í gæsluvarðhaldi til 23. september næstkomandi.Þórarinn Tyrfingsson.vísir/Anton BrinkSmyglið þykir umfangsmikið en þetta er eitt mesta magn af fíkniefnum sem lögregla hefur lagt hald á. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir fíkniefnið MDMA notað í e-pillur. „Þar er hundrað milligrömm af hreinu efni eða þaðan af minna í hverri töflu en þetta hefur á seinni árum verið selt í svona duftformi og þá gramm. Það fer eftir styrkleika en eitt gramm hefur farið á alveg á upp í 10 til 20 þúsund krónur og jafnvel upp í 30 þúsund. Þannig að í hverju slagi eða í einu grammi getur verið allt að tíu e-pillur,“ segir Þórarinn. Þannig er ljóst að verðmæti fíkniefnanna hleypur á hundruðum milljóna króna.Sjá einnig:Tvítug kona lést úr of stórum skammti af MDMA Hann segir neyslu á MDMA hafa aukist eftir hrun. „Þetta efni hefur svona verið í sókn svona eftir hrun. Það datt alveg botninn úr neyslunni í hruninu en það hefur smá saman verið að sækja í sig veðrið neyslan á þessum efnum síðastliðin þrjú ár,“ segir Þórarinn. Á sama tíma hafi neysla á kókaíni og amfetamíni ekki aukist. Þá segir hann ungt fólk aðallega nota efnið. „Þetta efni er oft notað í sambandi við skemmtanir hjá ungu fólki og það blandast svolítið kannabisneyslunni líka. Þetta er talsverð eftirspurn eftir þessu í sambandi við skemmtanalífið hjá ungu fólki,“ segir Þórarinn.
Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Voru með tíu kíló af MDMA í Leifsstöð Gæsluvarðhald yfir hollenskum mæðgum sem handteknar voru við komuna til landsins föstudaginn langa hefur verið framlengt. 17. apríl 2015 15:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42
80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Voru með tíu kíló af MDMA í Leifsstöð Gæsluvarðhald yfir hollenskum mæðgum sem handteknar voru við komuna til landsins föstudaginn langa hefur verið framlengt. 17. apríl 2015 15:40